Hver er Sköllóttur?
Ég er Sköllóttur. Þú ert Sköllóttur. Pabbi þinn og frændi eru Sköllóttir!
Sköllóttur.is var stofnað af einum af stoltu sköllóttu mönnunum með ástríðu fyrir sjálfsumhirðu og gæða vörum sem eru sérsniðnar fyrir þá sem hafa kvatt hárvöxtinn – viljandi eða af náttúrunnar hendi. Og við erum fleiri en þú heldur! Tæplega 40% karla upplifa einhvern tímann hárlos og fyrir suma byrjar það jafnvel á unga aldri. En hér er málið: Að missa hárið er ekki vandamál sem þarf að laga – heldur stíll sem á ber að fagna!
Við Sköllóttu trúum því að skalli sé tákn um sjálfsöryggi og stolt. Þess vegna bjóðum við upp á sérsniðnar umhirðuvörur fyrir skallann – fyrir heilbrigða höfuðhúð, frísklegt útlit og auka skammt af sjálfsöryggi á hverjum degi.
Svo… hver er Sköllóttur?
Ég byrjaði að taka eftir hármissi um 25 ára aldurinn, sem er algengt hjá mörgum. Fyrst hélt ég bara í það sem ég hafði og sætti mig við hærri kollvik. Á sama tíma var ég að reyna að safna skeggi – sem gekk frekar hægt.
Smám saman þynntist hárið á meðan skeggið óx hraðar. Svo sumarið 2020 tók ég stökkið og snoðaði bara allt! Ég hafði nýlega farið í „síðustu klippinguna“, þar sem rakarinn minn neitaði að klippa meira ofan af – hárið var orðið svo þunnt. Og þegar rakarinn segir þér svona lagað, þá veistu að tíminn er kominn.
Síðan þá hef ég aldrei haft síðara hár en nokkra millimetra – og ég sé alls ekki eftir því!
Ég opnaði þessa verslun með eitt markmið í huga – að gera líf sköllóttra einfaldara. Að finna réttu vörurnar fyrir heilbrigðan skalla getur verið tímafrekt og flókið, en hér inni er allt sem þú þarft til að taka fyrsta skrefið í þessari vegferð og viðhalda sköllóttum stíl alla leið!
Vöruúrvalið mun vaxa með tímanum, en þar sem ég er sjálfur skeggjaður hef ég líka ákveðið að bjóða upp á hágæða vörur fyrir þá sem vilja rækta heilbrigt og flott skegg.
Engin vitleysa, bara það besta fyrir skalla og skegg.